Hnappavellir


27.02.2017

Framkvæmd

Vegna uppbyggingar ferðaþjónustu í Öræfa- og Suðursveit hefur Rarik óskað eftir því að nýr afhendingarstaður raforku verði búinn til á byggðalínuna í Öræfum, í nálægð við Fagurhólsmýri og Hnappavelli.

Tengivirkið verður yfirbyggt, eins og öll ný tengivirki Landsnets, með tveim skilrofum og aflrofa fyrir um 10 MVA aflspenni, sem verður í eigu Rarik.

Vinna við verkhönnun er hafin. Framkvæmdir hefjast haustið 2017 og vonir standa til að tengivirkið verði tekið í rekstur um áramótin 2017/2018, ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Aftur í allar fréttir